Páll Skúlason er látinn

Páll Skúlason, heimspekingur, lést á síðasta vetrardegi, miðvikudaginn 22. apríl 2015 á Landspítala við Hringbraut. Páll greindist með hvítblæði haustið 2012 og tókst á við erfiðan sjúkdóm af miklu æðruleysi, með stuðningi fjölskyldu og vina.

Páll einsetti sér strax haustið 2012 að nýta allan þann tíma sem gæfist til að koma verkum sínum á framfæri. Á þessum tæpu þremur árum tókst honum, með dyggri aðstoð samstarfsmanna sinna, að gefa út sex bækur. Auk þess gekk hann frá tveimur verkum sem munu koma út á næstu mánuðum. Hann hugsaði, skrifaði og naut lífsins af fremsta megni til hinstu stundar.

Heimasíðu þessari verður viðhaldið af fjölskyldu Páls í hans minningu. Honum var umhugað að ná til fólks og hvetja okkur öll til að rýna í eigin fordóma og finna leiðir til að gera heiminn að betri stað. Hér verður því áfram hægt að nálgast ýmsar hugleiðingar Páls og boðskap hans um mátt hugsunarinnar.

Back to top