1990 - Siðfræði

 Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana

Í siðfræði er tekist á við siðferðilegar spurningar á borð við: Hvað eigum við að gera? Hvers konar líf er þess virði að því sé lifað? Hvernig getum við tekist á við spillinguna í heiminum?

Bókin greinist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta vakir fyrir höfundi bókarinnar, Páli Skúlasyni rektor Háskóla Íslands og prófessor í heimspeki, að skýra nokkur frumatriði siðferðisins eins og það blasir við honum og að greina erfiðleika sem hann telur steðja að siðferði okkar.

Í öðrum hluta er leitast við að skýra nokkur frumatriði siðfræðinnar og að varpa ljósi á vandkvæði hennar sem sjálfstæðrar fræðigreinar.

Í þriðja hluta bókarinnar er glímt við gátu siðferðisins eins og það horfir við einstaklingi sem finnur sig knúinn til að taka ákvarðanir á siðferðilegum forsendum. Höfuðverkefnið í þriðja hluta er að leita svars við spurningunni á hvaða forsendum unnt er að taka siðferðilegar ákvarðanir.

 

 


Livres

  • 2005 Méditations au pied de l’Askja

    Les Presses universitaires de l’Université d’Islande viennent de publier Méditations au pied de l’Askja, une œuvre signée par Páll Skúlason, professeur de philosophie et recteur de l’Université d’Islande. Il s’agit d’une œuvre illustrée de magnifiques photographies de Guðmundur Ingólfsson constit...

  • 2001 - Le cercle du sujet dans la philosophie de Paul Ricoeur

    Qu'est-ce que la circularité de la pensée philosophique ? Cet ouvrage explore une voie inédite qui peut s'énoncer de la façon suivante : dans ses efforts pour poser des problèmes et pour parvenir à les élucider, la pensée philosophique se fonde sur une compréhension préalable de ce qu'elle tente ...

Back to top